Laugardagur 28. september 2024 kl. 09:17

Sjónvarp: Garðskagaviti 80 ára

Einn af útvörðum Íslands, sjálfur Garðskagaviti, er orðinn 80 ára gamall. Hann var byggður á tæpum þremur mánuðum og vígður 10. september lýðveldisárið 1944. Það þótti þrekvirki að byggja þennan hæsta vita á Íslandi með þeim tækjum og tólum sem í boði voru á þessum tíma. Tímamótunum var fagnað á Garðskaga á dögunum þegar Byggðasafnið á Garðskaga stóð fyrir afmælisfagnaði. Að ofan er innslag um afmælið úr Suðurnesjamagasíni Víkurfrétta.