Laugardagur 28. september 2024 kl. 09:47

Sjónvarp: Grjóthleðslunámskeið í Höfnum

„Mér mun ekki endast ævin að laga allar þær tóftir og grjótveggi sem eru í Höfnum,“ segir Sveinn Enok Jóhannsson, Hafnabúi sem hefur fullan hug á því að gera umhverfið í kringum sig fallegra og lærði því að hlaða grjóti en mikið er um gamlar grjóthleðslur og tóftir í Höfnum og næsta nágrenni.

Það telst venjulega gott þegar tvær flugur eru slegnar í sama högginu, Sveinn bætti í raun um betur og náði þremur, tók þátt í að halda námskeiðið, lærði listina og fékk auk þess fjölda manns til að hjálpa til við að gera garðinn sinn fallegri.

Horfa má á innslag úr Suðurnesjamagasíni Víkurfrétta í spilaranum hér að ofan þar sem rætt er við Svein Enok.