Mánudagur 3. mars 2025 kl. 22:35

Sjónvarp: Nýjar myndir af flóðasvæðunum

Nýtt myndskeið sýnir hvernig ástatt var á flóðasvæðunum í Suðurnesjabæ í dag, mánudaginn 3. mars. Talsverður sjór bættist í miklar sjávartjarnir sem þegar höfðu myndast. Í gærkvöldi flæddi yfir vegi í Nátthaga og mikið bættist í tjarnir sem höfðu myndast með allri ströndinni frá Garðskaga og vestur fyrir Stafnes.

Í myndskeiðinu hér að ofan má sjá hvernig staðan var í Nátthaga og við golfvöllinn að Kirkjubóli. Einnig er myndefni sem tekið var upp við byggðina í Sandgerði og við Stafnesveginn.