Þriðjudagur 25. febrúar 2025 kl. 18:05

Snilld Björgvins í Suðurnesjamagasíni

Sandgerðingurinn Björgvin Guðjónsson hefur getið sér gott orð á sviði gervigreindar, sérstaklega þegar kemur að því að vinna með hljóð og mynd, hvort sem það eru kyrrmyndir eða hreyfimyndir. Björgvin hefur starfað í auglýsingabransanum í yfir tuttugu og fimm ár. Hann þekkir því vel til markaðsmála og vinnu við auglýsingagerð. Fyrir nokkrum árum vann hann að verkefni með forriturum og komst þá í alvöru kynni við möguleika gervigreindar. Nú er hann kominn á kaf í þá vinnu með dönskum félögum sínum og í sameiningu hafa þeir stofnað fyrirtækið Snilld. Björgvin er í viðtali í Suðurnesjamagasíni Víkurfrétta í þessari viku.