Stakkur lífnet og Einar Áskell í Suðurnesjamagasíni
Hvað er Stakkur lífnet og hvernig tengist það Uppbyggingarsjóði Suðurnesja? Áhorfendur að Suðurnesjamagasíni Víkurfrétta fá að vita allt um málið í þætti vikunnar. Í þættinum kynnum við okkur Stakk og ræðum við hugmyndasmiðina á bakvið búnaðinn. Einnig segir Logi Gunnarsson, verkefnastjóri Uppbyggingarsjóðs Suðurnesja frá sjóðnum og hvað hann getur gert fyrir góðar hugmyndir á Suðurnesjum.
Í þættinum förum við einnig til Grindavíkur og kynnum okkur sýningu um prakkarann Einar Áskel á Bókasafninu í Grindavík og opnun sýninga í menningarhúsinu Kvikunni. Þar ræðum við m.a. við forseta Íslands, bæjarstjórann í Grindavík og fulltrúa frá sænska sendiráðinu.
Í lok þáttar tökum við svo stöðuna á lögreglustjóranum á Suðurnesjum sem í vikunni þurfti að loka lögreglustöðinni við Hringbraut í Keflavík.
Þessi þáttur af Suðurnesjamagasíni er númer 450 í röðinni hjá okkur á Víkurfréttum og jafnframt 24. þáttur ársins. Við höldum áfram að framleiða þætti frá Suðurnesjum en allt okkar sjónvarpsefni birtist á vef Víkurfrétta og á Youtube-rás Sjónvarps Víkurfrétta. Á rásinni er einnig að finna stuttar útgáfur af nýjustu innslögunum úr Suðurnesjamagasíni — sérstaklega fyrir fólk sem hefur takmarkaðan tíma til sjónvarpsgláps :)