Starfsgreinakynning, náttúruvá, gamlar sögur og sjómennska í þætti vikunnar
Suðurnesjamagasín er komið í loftið. Það er fjölbreyttur og efnismikill þáttur í þessari viku.
Starfsgreinakynning fyrir nemendur í 8. og 10. bekkjum á Suðurnesjum fór fram í Íþróttahúsinu í Keflavík á dögunum. Suðurnesjamagasín var á staðnum.
Út er komin bókin Náttúruvá, Ógnir, varnir og viðbrögð eftir Ara Trausta Guðmundsson jarðfræðing. Við hittum höfundinn á Reykjanesi og ræddum við hann um bókina og náttúruvá á Suðurnesjum.
Húsfyllir var á Sagnastund á Garðskaga síðasta laugardag þar sem þrír Keflvíkingar mættu og sögðu sögur frá bernskuárum sínum í Keflavík upp úr miðri síðustu öld. Í þættinum sýnum við ykkur stuttar klippur frá sagnastundinni.
Í lok þáttar skemmum við okkur um borð í Sighvat GK frá Grindavík og ræðum við Jens Sigurðsson vélstjóra.