Suðurnesjamagasín: Rannveig í mögnuðum Reykjaneshring
Rannveig Garðarsdóttir fer Reykjaneshring með Suðurnesjamagasíni og segir frá mögnuðum stöðum sem vert er að heimsækja á Reykjanesi frá Grindavík að Garðskaga. Rannveig er þekktasti leiðsögumaður Suðurnesjamanna og þekkir svæðið vel og hefur á undanförnun árum staðið fyrir göngum um svæðið. Hún segir frá og bætir við sögum frá hverjum stað. Flygildi Víkurfrétta og myndavélar voru með í för og mynda nánast allt sem Ranveig segir frá. Hér er þáttur sem allir Suðurnesjamenn og landsmenn þurfa að sjá því Reykjanesið er falin perla þegar kemur að flottum ferðamannastöðum og einstakri náttúru.