Svona var fyrsta Suðurnesjamagasínið fyrir 16 árum
Það eru komin 16 ár síðan Suðurnesjamagasín fór fyrst í loftið. Það var á þessum tíma í mars 2009 sem við hjá Víkurfréttum riðum á vaðið með þessa sjónvarpsþáttagerð. Þátturinn birtist á sjónvarpsstöðinni ÍNN á sínum tíma. Eftir stutta tilraun árið 2009 varð hlé á sjónvarpsþáttagerðinni til 2013 og hefur Suðurnesjamagasín komið út óslitið síðan og þættirnir orðnir næstum 500 talsins.