Þungvopnaðar herþotur lentu á Keflavíkurflugvelli
Nokkrar þungvopnaðar herþotur flugu yfir byggðina í Reykjanesbæ nú síðdegis og lentu ein af annarri á Keflavíkurflugvelli. Vélunum fylgdi eldsneytisbirgðavél. Ekki hafa fengist upplýsingar frá Landhelgisgæslunni hvort vélarnar séu komnar til að vera hér á landi eða hvort þær séu á leið áfram til meginlands Evrópu. Guðmundur Páll tók upp fyrri hluta myndskeiðsins þar sem ein þotan sést þungvopnuð. Seinni hlutann myndaði svo Hilmar Bragi frá Krossmóa.