VefTV: Leikmenn Orlando Magic í Keflavík
Erla Reynisdóttir í viðtali árið 1994
Víkurfréttir komu höndum yfir gamalt og gott sjónvarpsefni sem tengist körfuboltanum á svæðinu. Við munum sýna þessi myndbrot á næstunni en byrjum á því að sýna ykkur brot úr sjónvarpsþættinum Visa-sport frá árinu 1994, sem sýndur var á Stöð 2. Þar er fjallað um heimsókn leikmanna NBA-liðsins Orlando Magic til Keflavíkur þar sem þeir fræða ungviðið um körfubolta. Um var að ræða leikmennina Otis Smith og Anthony Bowie.
Tveir ungir Keflvíkingar eru teknir tali en þau Davíð Jónsson og Erla Reynisdóttir létu þar ljós sitt skína í þættinum. Þau áttu svo bæði eftir að láta mikið að sér kveða í körfuboltanum, þá sérstaklega Erla sem var ákaflega sigursæl með Keflvíkingum. Einnig kemur Jón Kr. Gíslason fyrir í myndbrotinu, eins sem sjá má Magnús Gunnarsson og fleiri góða.