Fréttir

Af neyðarstigi á hættustig
Mynd: Almannavarnir
Föstudagur 23. ágúst 2024 kl. 16:10

Af neyðarstigi á hættustig

Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum hafa ákveðið að færa almannavarnastig af neyðarstigi á hættustig vegna eldgossins sem hófst í gærkvöldi á Reykjanesi.

Eldgosið sem hófst á tíunda tímanum í gærkvöldi óx jafnt og þétt fyrstu klukkutímana og var heildarlengd gossprungunnar um sjö kílómetrar þegar hún var sem lengst.  Gossprungan var þó ekki á neinum tímapunkti öll virk í einu.

Í samanburði við síðustu eldgos á svæðinu þá er virknin mun norðar en áður.


Þessi ákvörðun dregur ekki úr viðbúnaði viðbragðsaðila og Almannavarna í tengslum við aðgerðir vegna eldgossins.  

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024