Allt tiltækt björgunarlið í fjölda umferðarslya á Reykjanesbraut
Allt tiltækt björgunarlið frá Brunavörnum Suðurnesja er nú á Reykjanesbraut vegna fjölda umferðarslysa sem urðu þar. Tilkynnt var um fjögur umferðarslys á um fimm mínútum.
Fjórir sjúkrabílar frá Suðurnesjum voru kallaðir út auk eins sjúkrabíls úr Hafnarfirði. Þá voru einnig kallaðir til tækjabílar. Lögreglan er einnig með fjölmennt lið á vettvangi umferðarslysanna.
Um er að ræða árekstra vegna hálku. Einnig hafa bílar farið á ljósastaura og vegrið að því vegfarandi sem ræddi við Víkurfréttir greindi frá.
Samkvæmt upplýsingum frá Brunavörnum Suðurnesja var ekki vitað um alvarleika slysa. Mögulega voru þó alvarleg meiðsli í einu slysanna.