FS-ingur vikunnar: Saknar einskis við grunnskólann
FS-ingur vikunnar:
Nafn: Mohammed Omer
Aldur (fæðingarár): 17 ára (2007)
Námsbraut: Námsbraut fyrir erlenda nemendur (NFE)
Áhugamál: Bílar
Mohammed Omer fór á námsbraut fyrir erlenda nemendur í FS til að læra íslensku. Mohammed stefnir á að verða bifvélavirki og dreymir um að ferðast um heiminn. Mohammed er FS-ingur vikunnar.
Hvers saknar þú mest við grunnskóla? Einskis.
Hvers vegna ákvaðst þú að fara í FS? Til þess að læra íslensku.
Hver er helsti kosturinn við FS? Góð íslenskukennsla og góðir kennarar.
Hvað finnst þér um félagslífið í skólanum? Það er mjög gott félagslíf í FS.
Hvaða FS-ingur er líklegur til að verða frægur og hvers vegna? MJ, af því að hann er frábær.
Hver er fyndnastur í skólanum? Omar, Abdullah og Ali.
Hvað hræðist þú mest? Ekkert.
Hvað er heitt og hvað er kalt þessa stundina? Pass.
Hvert er uppáhaldslagið þitt? Elli Egils.
Hver er þinn helsti kostur? Ég er góður vinur.
Hvaða forrit eru mest notuð í símanum þínum? Snapchat.
Hver er stefnan fyrir framtíðina? Að verða bifvélavirki.
Hver er þinn stærsti draumur? Að ferðast um allan heim.
Ef þú ættir að lýsa sjálfum þér í einu orði hvaða orð væri það og af hverju? Hjálpsamur. Ég vil vera góð manneskja og mig langar að hjálpa fólki.