SSS
SSS

Fréttir

Lítil breyting á hegðun eldgossins – veðurviðvörun
Mánudagur 2. desember 2024 kl. 09:41

Lítil breyting á hegðun eldgossins – veðurviðvörun

Gul viðvörun: Suðaustan hvassviðri eða stormur með snjókomu og skafrenningi seinnipart mánudags

Lítil breyting hefur orðið á hegðun eldgossins um helgina og mallar það áfram á svipuðum nótum. Frá þessu er greint í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands sem jafnframt varar við slæmu veðri seinni partinn í dag, mánudag.

Áfram flæðir hraun til austurs og suðaustur frá gígnum og er framrás á hraunjaðrinum hæg. Gasdreifingarspá gerir ráð fyrir austan- og suðaustanátt í dag og þá berst gasmengun til vesturs og norðvesturs, m.a. yfir Svartsengi og vestanvert Reykjanes.

Sjá nánar https://www.vedur.is/ eldfjoll/eldgos-a-reykjanesi/ gasmengun/ og rauntímamælingar á vef Umhverfisstofnunar www.loftgaedi.is
 
Gular veðurviðvaranir: Suðaustan hvassviðri eða stormur með snjókomu og skafrenningi seinnipartinn í dag á sunnan- og vestanverðu landinu. Gular viðvaranir hafa verið gefnar út vegna hríðar. Búast má við lélegu skyggni og versnandi aksturskilyrðum, einkum á fjallvegum í kvöld. Fólki er bent á að sýna varkárni og fylgjast með veðurspám.

Viðreisn
Viðreisn
Skjáskot af vef Veðurstofu Íslands.

Suðaustan hríð (Gult ástand)
2 des. kl. 14:00 – 3 des. kl. 00:00
Suðaustan 15-23 m/s og snjókoma. Búast má við skafrenningi og lélegum aksturskilyrðum. Færð gæti spillst, einkum á fjallvegum.