Ungmenni vikunnar: Stapavika er ótrúlega skemmtilegt verkefni
Ungmenni vikunnar:
Nafn: Ásdís Lilja Lindudóttir
Aldur: 15 ára
Bekkur og skóli: 10. bekk í Stapaskóla
Áhugamál: Syngja og leiklist
Ásdís Lilja Lindudóttir er fimmtán ára nemandi í Stapaskóla sem stundar söngnám og finnst frábært þegar fólk getur tjáð tilfinningar sínar. Hún er vingjarnleg og hugulsöm og Ásdís Lilja er ungmenni vikunnar.
Hvert er skemmtilegasta fagið? Stærðfræði.
Hver í skólanum þínum er líklegur til að verða frægur og hvers vegna? Magnea bekkjarsystir mín. Hún er mjög góð í handavinnu og hugmyndarík manneskja.
Skemmtilegasta saga úr skólanum:
Þegar við í Stapaskóla höldum Stapaviku, ótrúlega skemmtilegt verkefni þar sem við erum öll að gera allskonar rannsóknir. Þar erum við að vinna í hópum, prufa rannsóknina okkar og svo í lokin erum við að kynna rannsóknina. Þetta verkefni er krefjandi og rosa skemmtilegt.
Hver er fyndnastur í skólanum? Kormákur kennari.
Hvert er uppáhaldslagið þitt? Picture you – Chappell Roan.
Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Allt pasta.
Hver er uppáhaldsbíómyndin þín? Lala Land.
Hvaða þrjá hluti myndir þú taka með þér á eyðieyju og hvers vegna? Vatn, mjög langa lestrarbók og eldspýtur. Ég tel þetta vera hluti sem ég myndi nýta mér á eyjunni.
Hver er þinn helsti kostur? Er mjög vingjarnleg.
Ef þú gætir valið þér einn ofurkraft til að vera með restina af ævinni, hvað myndir þú velja? Að geta teleportað.
Hvaða eiginleiki finnst þér bestur í fari fólks? Þegar einstaklingar geta tjáð tilfinningar sínar.
Hvað langar þig að gera eftir grunnskóla? Fara í framhaldsskóla.
Stundar þú íþróttir eða aðrar tómstundir? Ég æfi söng.
Ef þú ættir að lýsa sjálfri þér í einu orði hvaða orð væri það? Hugulsöm.