Snjóbíll aðstoðar við sjúkaflutninga úr Suðurnesjabæ
Björgunarsveitir aðstoðuðu ökumenn við Kleifarvatn fyrr í dag. Notast var við snjóbíl Hjálparsveitar skáta í Kópavogi við verkefnið.
Sami snjóbíll er kominn í Reykjanesbæ og er til taks á slökkvistöð Brunavarna Suðurnesja ef útkall kemur í Sandgerði eða Garði. Hann hefur þegar rutt veginn fyrir sjúkrabíl sem þurfti að komast í Sandgerði.