Nýtt mastur gnæfir yfir í Svartsengi
️Í gærkvöldi kláraði Landsnet að reisa nýtt mastur í Svartsengislínu og nú gnæfir það yfir varnargarðinn við Svartsengi.
Á vef Landsnets segir að mastrrið sé tákn endurreisnar og úthalds hjá öllum þeim sem hafa unnið dag og nótt við að verja möstrin í línunni og varnargarðana fyrir hraunin.
„Í birtingu munum við stilla mastrið af, draga forvírinn yfir hraunið og munum nota birtuna vel en vinna dagsins er háð því að hún sé unnin í björtu,“ segir í færslunni. Næsta skerf er svo að koma fyrir strengjum og tengja línuna og koma henni aftur í rekstur fyrir helgi.