Leikfélag Glanni
Leikfélag Glanni

Fréttir

Eldgos er hafið
Eldgosið er komið í gegnum varnargarðinn norðan Grindavíkur. VF/Sigurbjörn Daði Dagbjartsson
Þriðjudagur 1. apríl 2025 kl. 09:48

Eldgos er hafið

Uppfært kl. 11:20

Sprungan hefur lengst til suðurs. Ný gossprunga opnaðist nokkur hundruð metra innan við varnargarða norðan Grindavíkur - milli varnargarða og Grindavíkur. Sprungan heldur áfram að lengjast og nálgast nú sprunguna sem að opnaðist í eldgosinu í janúar 2024. Þetta kemur fram í tilkynningu Veðurstofu Íslands.

VF Krossmói
VF Krossmói

Nysprunga01042025

Nýja gossprungan er lengst til vinstri.

Spá veðurvaktar er suðvestanátt og blæs gasi til norðausturs í dag (þriðjudag), m.a. yfir höfuðborgarsvæðið. Lægir í kvöld, en þá verður gasmengunin einkum í grennd við gossprunguna. Í fyrramálið (miðvikudag) gengur í norðvestan- og síðar vestanátt og gasið best því til suðausturs og síðar til austurs, m.a. yfir Þorlákshöfn og Ölfus. Gasdreifingarspá má finna hér.

Skjálftavirkni mælist áfram við suður enda kvikugangsins og einnig norðan Stóra-Skógfells. Einnig hafa skjálftar verið að mælst við Reykjanestána en þeir eru líklega gikkskjálftar sem verða vegna spennulosunar vegna virkninnar við Sundhnúksgígaröðina. 

Uppfært kl. 10:35

Fyrstu fréttir úr eftirlitsflugi Langhelgisgæslunnar segja að sprungan er nú um 700 metrar og hefur haldist nokkuð stöðug en þó er ekki hægt að útiloka að hún geti lengst til norðurs eða suðurs. 

Skjálftavirkni og aflögunarmælingar sýna áframhaldandi virkni.

Hættumat hefur verið uppfært, hættustig aukið á Sundhnúksgígaröðinni (Svæði 3) í mjög mikla hættu (fjólublátt) og í Grindavík (svæði 4) úr mikilli hættu (rautt) í mjög mikla hættu (fjólublátt). Hættumatið gildir til 2. apríl klukkan 10:30, að öllu óbreyttu. Þetta kemur fram í tilkynningu Veðurstofunnar.


Uppfært kl. 10:09:

Sprungan er nú um 500 metrar hefur nú náð í gegnum varnargarðinn sem er norður af Grindavík. Sprungan heldur áfram að lengjast og er ekki hægt að útiloka að hún haldi áfram að opnast til suðurs.
Uppfært:
Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum ákveðið að fara á neyðarstig vegna eldgoss við Sundhnúkagígaröð. Eldgos hófst fyrir stuttu rétt fyrir ofan varnargarðinn við Grindavík. Samhæfingarstöð Almannavarna var virkjuð á áttunda tímanum í morgun þegar ljóst var að kvikuhlaup var hafið.  Þyrla Landhelgisgæslunnar er farin í loftið.


Eldgos er hafið á Sunhnúksgígaröðinni norðan við Grindavík, um klukkan tíu mínútur í tíu og virðist vera staðsett  SA við Þorbjörn.

Þyrla Landhelgisgæslunnar fer í loftið innan skamms til þess að staðfesta nákvæma staðsetningu og stærð eldgossins. Nánari upplýsingar verðar aðgengilegar fljótlega. Fluglitakóði hefur verið færður á rautt, þangað til nánari upplýsingar um öskudreifingu berast.

Lengd kvikugangsins undir Sundhnúksgígaröðinni sem þegar hefur myndast er um 11 km sem er það lengsta sem hefur mælst síðan 11. nóvember 2023.

Nánari upplýsingar verðar aðgengilegar fljótlega.

Miðað við vindátt núna mun gasmengun frá eldgosinu berast í norðaustur í átt að höfuðborgarsvæðinu. Ekki er hægt að segja til um styrkleika mengunarinnar. Hér er hlekkur á gasdreifingarspá Veðurstofunnar.