Gleðilegt sumar
Gleðilegt sumar

Mannlíf

Héldu Jóni kveðjuhóf
Laugardagur 26. apríl 2025 kl. 06:10

Héldu Jóni kveðjuhóf

Slökkviliðsmaður í hálfa öld og slökkviliðsstjóri Brunavarna Suðurnesja í fimmtán ár.

Jón Guðlaugsson lét af starfi slökkviliðsstjóra Brunavarna Suðurnesja á síðasta ári en hann var fastráðinn í stöðu slökkviliðsstjóra árið 2009. Jón hafði starfað hjá slökkviliðinu í hálfa öld. Hann byrjaði í slökkviliðinu árið 1974 og var síðustu fimmtán árin slökkviliðsstjóri.

Jóni var haldið kveðjuhóf í nýrri slökkvistöð Brunavarna Suðurnesja í síðustu viku þar sem saman var komið allt starfsfólk Brunavarna Suðurnesja, auk stjórnar BS. Jón var leystur út með gjöfum. Hann fékk forláta mynd af sér þar sem sjá má glefsur úr lífshlaupinu, frá störfum og áhugamálum. Í stuttum ræðuhöldum voru Jóni þökkuð störf sín fyrir Brunavarnir Suðurnesja í þá hálfu öld sem hann starfaði þar.

Nú hefur Eyþór Rúnar Þórarinsson tekið við keflinu sem slökkviliðsstjóri Brunavarna Suðurnesja og sagðist hann hafa tekið við góðu búi frá Jóni. Fleiri myndir frá viðburðinum eru á vf.is.

VF Krossmói
VF Krossmói

Kveðjuhóf fyrir Jón Guðlaugsson