Föstudagur 25. apríl 2025 kl. 09:10
Stútfylltu Stapann
Bræðurnir Baldur Þórir og Júlíus Freyr stútfylltu Stapann í Hljómahöll á 80 ára afmælistónleikum sem þeir héldu þann 13. apríl síðastliðinn en þá hefði faðir þeirra, rokkarinn Rúnar Júlíusson orðið áttræður. Á tónleikunum spiluðu þeir 28 lög af um 500 lögum sem Rúnar kom nálægt á ferlinum. Í Suðurnesjamagasíni á vf.is er sýnt frá tónleikunum og rætt við þá bræður.



