Ætlar að njóta páskanna á Tene
Elsa Katrín Eiríksdóttir sem er frá Grindavík gerir ráð fyrir sól í sumar í Sunny Kef en þar sem hún á von á sínu fyrsta barni í sumar, gerir hún ekki ráð fyrir miklum ferðalögum. Hún verður á Tene yfir páskana í tilefni 60 ára afmælis pabba hennar, sem er með níu putta og nýlega fór hún í sambærilega ferð með móður sinni, sem er með níu tær!
Hvað ætlar þú að gera um páskana?
Við fjölskyldan ætlum saman til Tenerife í tilefni af sextugsafmæli pabba.
Gefur þú mörg páskaegg?
Nei, ég hef ekki verið að gera það.
Hvernig páskaegg langar þig í?
Perluhnappaegg frá Nóa Síríus.
Ætlar þú að ferðast innanlands eða erlendis í sumar?
Ég er sett með mitt fyrsta barn 8.júlí svo ég reikna ekki með miklu ferðasumri.
Hvernig hefur veturinn verið hjá þér?
Nokkuð góður! Ég byrjaði að vinna sem Næringarfræðingur á Landspítala sem hefur verið ótrúlega skemmtilegt.
Hvernig sumri spáir þú á Íslandi?
Ég spái frábæru sumri, ég vil sjá Sunny Kef standa fyrir sínu.
Við hvað fæst þú helst á sumrin?
Síðustu ár hef ég nýtt sumarfríið frá Háskólanum til að vinna, síðustu tvö sumur hjá Icelandair.
Hvað er það besta við íslenskt sumar?
Birtan allan sólarhringinn, þá er allt svo miklu auðveldara.
Ef þú fengir bara að hringja eitt símtal í dag, hver fengi það símtal og hvers vegna?
Amma Dúdda, hún er 93 ára í dag.
Ertu liðtæk/ur í eldhúsinu?
Já ég myndi segja það.
Hvað finnst þér virkilega gott að borða?
Morgunkorn, gæti borðað það í öll mál.
Hvað er í páskamatinn?
Það verður eitthvað gott á veitingastað á Tene.
Hvað var bakað síðast á þínu heimili?
Brownies.
Ef þú fengir 2000 krónur. Hvað myndir þú kaupa í matinn?
Grjónagraut og lifrapylsu.
Hvað hefur gott gerst hjá þér nýverið?
Við systur buðum mömmu til Baltimore í tilefni afmælis hennar sem var ótrúlega vel heppnuð ferð.
Hvað hefur vont gerst?
Síðasta gos í Grindavík kemur upp í hugann, það venst aldrei.
Hér er svo ein á léttum nótum:
Hvaða spurningu hefðir þú viljað fá að svara í þessu viðtali? Hver er spurningin og svarið við henni?
Nefndu eina sturlaða staðreynd um sjálfan þig: ég á pabba með 9 fingur og mömmu með 9 tær.