Stóru Vogaskóli
Stóru Vogaskóli

Mannlíf

Alæta á súkkulaði sem dýrkar að hlusta á þungarokk í blíðunni og sötra bjór
Sunnudagur 20. apríl 2025 kl. 06:05

Alæta á súkkulaði sem dýrkar að hlusta á þungarokk í blíðunni og sötra bjór

Ólafur Már Guðmundsson er grindvísk alæta á súkkulaði, hann dýrkar að drekka bjór í íslenskri sól og hlusta á þungarokk, er einmitt á leiðinni til Belgíu á þungarokkshátíð í sumar. Veiði og golf er aðaláhugamálið yfir sumarið.
Hvað ætlar þú að gera um páskana? 

Ég ætla að njóta þess að vera í fríi með fallegu fjölskyldunni minni.

Bílakjarninn
Bílakjarninn
Gefur þú mörg páskaegg? 

Nei ég á ekki von á því, gæti orðið eitthvað samt.

Hvernig páskaegg langar þig í? 

Ég er alæta á súkkulaði, þannig að þetta er allt dásamlegt.

Ætlar þú að ferðast innanlands eða erlendis í sumar? 

Já ég fer í nokkra veiðitúra í sumar auk þess sem ég fer á þungarokkshátíðina Graspop í Belgíu í júní.

Hvernig hefur veturinn verið hjá þér? 

Hann hefur verið erfiður en ég stend enn í lappirnar og það er vel.

Hvernig sumri spáir þú á Íslandi? 

Ja, það væri auðveldast að segja kalt, rok og rigning en ég ætla að vera bjartsýnn og segja hlýtt og þurrt (fæ þetta væntanlega í bakið í sumar).

Við hvað fæst þú helst á sumrin? 

Mér finnst mjög gaman að veiða og spila golf, einnig kemur sterkt inn að sitja úti í sól og fá sér kaldan bjór og hlusta á gott rokk og ról.

Hvað er það besta við íslenskt sumar? 

Það er hversu langt það er frá skammdegi og myrkri vetrarins, svo læðast líka inn einn og einn blíðudagur í hverjum sumarmánuði.

Ef þú fengir bara að hringja eitt símtal í dag, hver fengi það símtal og hvers vegna?

Ég myndi hringja til Símans og spyrja hvers vegna ég fengi bara eitt símtal í dag, því ég þyrfti klárlega fleiri.

Ertu liðtæk/ur í eldhúsinu? 

Ég finn mig best við grillið, ég er betri þar en í eldhúsinu.

Hvað finnst þér virkilega gott að borða? 

Svínakjöt, lamb, naut, kjúkling og fisk.

Hvað er í páskamatinn? 

Það er Pálínuboð með hlaðborði, allskonar góðmeti.

Hvað var bakað síðast á þínu heimili? 

Heimalöguð pizza frá grunni.

Ef þú fengir 2000 krónur. Hvað myndir þú kaupa í matinn? 

Villaborgari með öllu nema gúrkum og kók, dugar 2000 kallinn í það?

Hvað hefur gott gerst hjá þér nýverið? 

Við eignuðumst hús aftur eftir að hafa verið heimilislaus í eitt ár.

Hvað hefur vont gerst? 

Við hröktumst úr Grindavík sökum náttúruhamfara og misstum dásamlega samfélagið okkar í Grindavík.

Hér er svo ein á léttum nótum:
Hvaða spurningu hefðir þú viljað fá að svara í þessu viðtali? Hver er spurningin og svarið við henni? 

Spurning: Hver er besta og versta uppfinning í heimi til þessa? / Svar: Snjallsíminn.