Misjafnt gengi Suðurnesjaliðanna í Mjólkurbikarnum
32-liða úrslit Mjólkurbikars karla og 1. umferð kvenna var leikinn í dag. Keflavík komst áfram karlamegin en Grindavík og Njarðvík töpuðu. Kvennamegin vann sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur á Akranesi og verður sannkallaður Suðurnesjaslagur í næstu umferð, Keflavík - Grindavík/Njarðvík.
Mjókurbikar karla:
Keflavík - Leiknir 1-0
Gabríel Einar Sævarsson skoraði mark Keflvíkinga.
Stjarnan - Njarðvík 5-3
Njarðvíkingar spiluðu hörkuleik gegn Stjörnunni og réðust úrsltin ekki fyrr en í framlengingu.
Njarðvík komst yfir strax á 2. mínútu með marki Oumar Diouck en Stjarnan svaraði með tveimur mörkum. Valdimar Jóhannsson og Tómas Bjarki Jónsson komu Njarðvík í 2-3 en Stjarnan náði að jafna þegar komið var á sjöundu mínútu í uppbótartíma. Stjarnan var síðan sterkari aðilinn í framlengingunni og skoraði tvö mörk án þess að Njarðvík næði að svara.
Grindavík - Valur 1-3
Grindvíkingar buðu Valsmönnum upp á hörkuleik á Nettó-vellinum í Njarðvík og var staðan í hálfleik 1-1 eftir að Adam Árni Róbertsson hafði jafnað fyrir Grindavík undir lok fyrri hálfleiks. Grindavík var með vindinn í bakið í seinni hálfleik en Valsmenn réðu samt ferðinni. Þeir komust í 1-2 50. mínútu en Grindavík var hársbreidd frá því að jafna rétt áður en Valur skoraði þriðja markið og þannig enduðu leikar.
Mjólkurbikar kvenna:
ÍA - Grindavík/Njarðvík 0-1
Tinna Hrönn Einarsdóttir skoraði mark Grindavíkur/Njarðvíkur.
Frábær sigur sameiginlegs liðs Grindavíkur og verður sannkallaður Suðurnesjaslagur í næstu umferð, Keflavík tekur þá á móti Grindavík/Njarðvík.