Söngkona sem ætlar að vera heima um páskana og vill Freyju páskaegg
Söngkonan Arney Ingibjörg Sigurbjörnsdóttir er frá Grindavík en býr í Njarðvík í dag ásamt tveimur sonum sínum. Hún ætlar sér að vera heima um páskana, hún ætlar að hreyfa sig og hitta vini sína.
Hvað ætlar þú að gera um páskana?
Vera heima hjá mér og slaka á. Hreyfa mig. Hitta vini og fjölskyldu og kíkja út á lífið!
Gefur þú mörg páskaegg?
Nei ég gef engin páskaegg í ár.
Hvernig páskaegg langar þig í?
Ég væri til í Freyju páskaegg.
Ætlar þú að ferðast innanlands eða erlendis í sumar?
Innanlands.
Hvernig hefur veturinn verið hjá þér?
Krefjandi.
Hvernig sumri spáir þú á Íslandi?
Heitu sumri.
Við hvað fæst þú helst á sumrin?
Njóta úti með strákunum mínum.
Hvað er það besta við íslenskt sumar?
Björtu og löngu næturnar.
Ef þú fengir bara að hringja eitt símtal í dag, hver fengi það símtal og hvers vegna?
Í Trump til að segja honum að grafa sig ofan í holu og koma aldrei upp úr henni.
Ertu liðtæk/ur í eldhúsinu?
Já.
Hvað finnst þér virkilega gott að borða?
Pizzur og pasta.
Hvað er í páskamatinn?
Pizza liklega.
Hvað var bakað síðast á þínu heimili?
Bananabrauð.
Ef þú fengir 2000 krónur. Hvað myndir þú kaupa í matinn?
Sushi bakka frá Tokyo Sushi.
Hvað hefur gott gerst hjá þér nýverið?
Ég fór erlendis með strákunum mínum tveimur og frænku og frændum.
Hvað hefur vont gerst?
Það gaus eldgosi næstum því yfir heimabæinn minn.
Hér er svo ein á léttum nótum:
Hvaða spurningu hefðir þú viljað fá að svara í þessu viðtali? Hver er spurningin og svarið við henni?
Hvort myndiru velja að labba alltaf aftur á bak eða labba alltaf á fjórum fótum alls staðar ? Ég myndi labba aftur á bak :)