Landhelgisgæslan
Landhelgisgæslan

Fréttir

Passíusálmarnir lesnir í heild í Hvalsneskirkju
Þriðjudagur 15. apríl 2025 kl. 16:48

Passíusálmarnir lesnir í heild í Hvalsneskirkju

Heildarlestur Passíusálma Hallgríms Péturssonar verður í Hvalsneskirkju á föstudaginn langa kl. 12-17.

Lesari: Halldór Hauksson

Bílakjarninn
Bílakjarninn

Passíusálmarnir eru höfuðverk séra Hallgríms Péturssonar (1614–1674) og meðal merkustu bókmenntaverka Íslendinga. Í ár verða sálmarnir fluttir í heild í Hvalsneskirkju.
Halldór Hauksson hefur lesið Passíusálmana í heild opinberlega á hverju ári frá 2014. Þrjú síðustu ár fór flutningurinn fram í Hörpu, en áður hafði Halldór flutt sálmana í dómkirkjunum á Hólum og í Skálholti, í Akureyrarkirkju, Fríkirkjunni í Reykjavík, hjúkrunarheimilinu Hrafnistu í Hafnarfirði og úti undir beru lofti á Höfðaströnd í Skagafirði.

Velkomið er að staldra stutt eða lengi við. KAFFI GOLA verður opið á meðan með vöfflukaffi á sanngjörnu verði.

Á föstudaginn langa verður einnig helgistund kl. 11:00. Píslarsagan lesin. Tónlist í umsjá Arnórs Vilbergssonar og Elmars Þórs Haukssonar. Prestur er sr. Sigurður Grétar Sigurðsson.