Guðný Birna kjörin ritari Samfylkingarinnar
Guðný Birna, oddviti Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ, var kjörin ritari Samfylkingarinnar á landsfundi flokksins um síðustu helgi. Guðný Birna er leiðtogi flokksins í bæjarstjórn Reykjanesbæjar og forseti bæjarstjórnar.
„Ótrúlega þakklát og hrærð að vera kjörin i flokkstjórn Samfylkingarinnar næstu tvö árin, það eru heldur betur spennandi tímar framundan,“ sagði Guðný Birna í færslu á Facebook eftir kjörið.
Þá var systir hennar, Sveindís, kjörin i flokkstjórn Samfylkingarinnar næstu tvö árin.
Guðný Birna með systrum sínum, Sveindísi og Lindu Maríu á landsþinginu.