SSS
SSS

Íþróttir

Grindvíkingar í undanúrslit eftir góðan sigur gegn Valsmönnum
Deandre Kane var frábær á báðum endum vallarins í kvöld.
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson skrifar
mánudaginn 14. apríl 2025 kl. 23:02

Grindvíkingar í undanúrslit eftir góðan sigur gegn Valsmönnum

Grindvíkingar eru komnir í undanúrslit Bónusdeildar karla eftir frábæran sigur á Íslandsmeisturum Vals í Smáranum í kvöld, 82-74. Valsmenn voru tíu stigum yfir í hálfleik, 37-47 en skoruðu ekki nema 27 stig í seinni hálfleik!

Valsmenn byrjuðu betur, leiddu með ellefu stigum eftir fyrsta fjórðung, 13-24 en leikar jöfnuðust í öðrum leikhluta, sem Grindavík vann 24-23. Vörn Grindvíkinga í seinni hálfleik var síðan frábær, þeir unnu þriðja leikhlutann með sjö stigum og lokafjórðunginn unnu þeir svo með ellefu stigum 23-12. Að fá á sig 27 stig í einum hálfleik segir allt sem segja þarf um frábæran varnarleik Grindavíkur. 

Tölfræði leiks:

Bílakjarninn
Bílakjarninn

Grindavík: Deandre Donte Kane 26/11 fráköst/6 stoðsendingar, Daniel Mortensen 21/9 fráköst, Ólafur Ólafsson 13/9 fráköst, Bragi Guðmundsson 9, Jeremy Raymon Pargo 8/5 fráköst/10 stoðsendingar, Lagio Grantsaan 3, Valur Orri Valsson 2, Oddur Rúnar Kristjánsson 0, Alexander Veigar Þorvaldsson 0, Arnór Tristan Helgason 0, Nökkvi Már Nökkvason 0, Kristófer Breki Gylfason 0.
Valur: Taiwo Hassan Badmus 24/9 fráköst, Joshua Jefferson 17/5 fráköst/6 stoðsendingar, Kristófer Acox 11/8 fráköst, Adam Ramstedt 9, Ástþór Atli Svalason 6, Kristinn Pálsson 5/4 fráköst, Frank Aron Booker 2/10 fráköst, Finnur Tómasson 0, Karl Kristján Sigurðarson 0, Björn Kristjánsson 0, Símon Tómasson 0, Hjálmar Stefánsson 0.
Dómarar: Kristinn Óskarsson, Bjarki Þór Davíðsson, Birgir Örn Hjörvarsson
Áhorfendur: 1550

Grindavík þ.a.l. komið í undanúrslit ásamt Tindastólsmönnum en það kemur ekki strax í ljós hverjum þeir mæta í undanúrslitum, það gæti skýrst annað kvöld þegar Álftanes - Njarðvík og ÍR - Stjarnan mætast en staðan í þeim einvígum er 2-1 fyrir Álftanes og Stjörnuna.