Funda með fyrirtækjum í Grindavík vegna stuðningsaðgerða
Nýtt fyrirkomulag stuðningsaðgerða ríkisins fyrir atvinnulíf í Grindavík hefur verið kynnt og nú stendur yfir vinna við frágang og útfærslu þeirra. Sjá hér.
Grindavíkurnefnd í samstarfi við atvinnuteymi Grindavíkur vill nú í apríl efna til funda með einstökum fyrirtækjum til að ræða stuðningsaðgerðirnar og fá sjónarmið fyrirtækja sem geta gagnast í endanlegum frágangi fyrirkomulags aðgerðanna.
Boðið verður upp á fundi með einstökum fyrirtækjum dagana 22., 23., 28. og 29. apríl. Ef þörf er á fleiri tímasetningum verður að sjálfsögðu orðið við því. Til að bóka fundi sendist tölvupóstur á [email protected]