Gleðilegt sumar
Gleðilegt sumar

Mannlíf

Bernska og æska í Garðinum upp úr miðri síðustu öld rædd á Sagnastund
Hópmynd af börnum og ungmennum í Garði, tekin á kirkjutröppum Útskálakirkju árið 1978 eða 1979. Ljósmynd: Heimir Stígsson
Fimmtudagur 24. apríl 2025 kl. 21:53

Bernska og æska í Garðinum upp úr miðri síðustu öld rædd á Sagnastund

Sagnastund verður á Garðskaga laugardaginn 26. apríl kl 15:00. Sagnastundin er haldin á veitingastaðnum Röstinni, sem er á hæðinni ofan við Byggðasafnið á Garðskaga.

Þar mæta þrír grónir Garðmenn og segja sögur frá uppvaxtarárum sínum í Garðinum. Þeir eru Sigurður Ingvarsson frá Bjargi, Magnús Guðmundsson Réttarholti og Hörður Gíslason frá Sólbakka.

Bílakjarninn
Bílakjarninn

Á þessum árum var yfirbragð mannlífs nokkuð á aðra lund en nú er. Byggð var dreifð, þó ekki langar vegalengdir. Kýr í fjósi enn á nokkrum stöðum. Fiskvinnsla í mörgum húsum við sjóinn. Gamli tíminn enn með festu á staðnum. Trillur í vör og vörubílar á þönum með fisk frá bátunum sem lönduðu í Sandgerði eða Keflavík. Saltfiskur á fiskreitum, skreið á hjöllum. Líf og fjör í fiskhúsunum. Tún heyjuð, hey í hlöðum. Nóg um að vera. Skautar teknir fram að vetri. Börn frjáls í útileikjum og virkir þátttakendur í atvinnulífi snemma. Eldra fólk virkt í atvinnulífinu.  Kraftur í mannlífi, öflugt atvinnulíf og samfélag. Athafnasöm ungmenni eiga minningar sem allt er í lagi með að greina frá áratugum síðar.

Allir velkomnir á Garðskaga, ekki aðgangsgjald, veitingahúsið opið.

Áhugamenn um sagnastund á Garðskaga.