Gleðilegt sumar
Gleðilegt sumar

Íþróttir

Fjölmargir mættu á Grindavíkurvöll að hjálpa til
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson skrifar
fimmtudaginn 24. apríl 2025 kl. 12:54

Fjölmargir mættu á Grindavíkurvöll að hjálpa til

Það var kátt á hjalla á knattspyrnuvelli Grindvíkinga, Stakkavíkurvellinum, í morgun en þá mættu leikmenn meistaraflokks og 2. flokks karla ásamt ótal sjálfboðaliðum, og gerðu Stakkavíkurvöllinn tilbúinn fyrir komandi átök í sumar. Mesta vinnan fór í að koma auglýsingaspjöldunum upp en þarna sannaðist að margar hendur vinna létt verk.
Það voru fleiri fjölmiðlar en Víkurfréttir mættir á Stakkavíkurvöllinn í morgun.

Haukur Einarsson, formaður knd. UMFG, var ánægður með daginn.

VF Krossmói
VF Krossmói

„Það var gaman að sjá hve margir sáu sér fært að koma til Grindavíkur í dag og aðstoða okkur. Við munum þurfa aðstoð í sumar og þess vegna er búið að búa til grúbbu á Facebook fyrir sjálfboðaliðana og m.v. hvernig mætingin var núna þá held ég að þetta muni ganga vel hjá okkur í sumar. Við erum ofboðslega ánægðir með spila heimaleikina í Grindavík, erum að undirbúa mikið húllumhæ fyrir fyrsta heimaleikinn, sem verður laugardaginn 10. maí. Við fengum hann færðan frá föstudeginum 9. maí, við ætlum að búa til ekta fjölskyldustemningu þennan laugardag og vonumst auðvitað til þess að allir Grindvíkingar fái sér bíltúr til Grindavíkur. Þetta verður frábært sumar, það er ég sannfærður um,“ sagði Haukur.