Gleðilegt sumar
Gleðilegt sumar

Fréttir

Matthildur Guðrún fékk hetjudáðarmerki skáta
Matthildur Guðrún Hlín með hetjudáðarmerkið.
Miðvikudagur 23. apríl 2025 kl. 17:00

Matthildur Guðrún fékk hetjudáðarmerki skáta

Matthildi Guðrúnu Hlín, átta ára skáta frá Skátafélaginu Heiðabúum í Reykjanesbæ, var við upphaf Skátaþings á dögunum, veitt hetjudáðarmerki fyrir að veita móður sinni lífsbjörg þegar það rofnaði kransæð hjá móður hennar.

Þegar það gerðist þá voru þær mæðgur tvær heima. Áður en það var hringt á sjúkrabíl sat Matthildur við hliðina á móður sinni og var mjög oft að spyrja hana hvort það væri örugglega allt í lagi hjá henni. Með þeim spurningum fékk hún mömmu sína til að átta sig á því að það væri eitthvað alvarlegt að gerast.

Bílakjarninn
Bílakjarninn

Matthildur sá til þess að sjúkraflutningamennirnir komust inn heima hjá þeim. Allan tímann var Matthildur að fylgjast með móður sinni.

Skátarnir eru stoltir af Matthildi og óska henni innilega til hamingju með hetjudáðarmerkið og það sýnir að skyndihjálparkennsla getur bjargað mannslífum.

Skátamessa verður í Keflavíkurkirkju á sumardaginn fyrsta kl. 13:00. Skrúðganga hefst frá skátaheimili Heiðabúa kl. 12:30. Skátarnir Halldóra og Helgi eru messuþjónar og Rafn Hlíðkvist sér um tónlist. Sr. Brynja Vigdís Þorsteinsdóttir þjónar fyrir altari. VF/Hilmar Bragi.