Fá ekki að setja upp ljósaskilti við Njarðvíkurvöllinn
Ungmennafélagið Njarðvík og knattspyrnudeild félagsins fá ekki að setja upp stafrænt ljósaskilti við keppnisvöll knattspyrnudeildarinnar við Afreksbraut í Njarðvík. Samkvæmt samþykkt um stafræn skilti í lögsögu Reykjanesbæjar er ekki er leyfilegt að stafræn skilti vísi að íbúðarhúsnæði eða þar sem fólk sefur og erindinu því hafnað.
Óskað var eftir því að setja upp skiltið þar sem núverandi klukka/stigatafla er orðin óáreiðanleg og hefur valdið vandræðum og er brýn þörf á uppfærslu.
„Ný LED klukka myndi bæta upplifun bæði fyrir iðkendur og áhorfendur, auk þess myndi það opnað möguleika á auknum tekjum fyrir deildina með sölu á stafrænum auglýsingum. Fyrirhugað skilti verði í um 120 m frá íbúabyggð, en skiltið verði stillt þannig að slökkt sé á því á kvöldin.“ Félagið óskaði eftir leyfi til að setja upp þríhyrningaskilti sem myndi snúa bæði út á völlinn og einnig út á veginn í báðar akstursleiðir.