Landhelgisgæslan
Landhelgisgæslan

Fréttir

Fagna tengingu við flugstöð en gera athugasemd við fækkun ferða
Miðvikudagur 16. apríl 2025 kl. 09:21

Fagna tengingu við flugstöð en gera athugasemd við fækkun ferða

Bæjarráð Suðurnesjabæjar fagnar tengingu leiðar 89 við atvinnusvæðið við flugstöð, en hvetur Vegagerðina til að endurskoða 27% fækkun á ferðum, sem gert er ráð fyrir í nýju leiðakerfi. Þetta kemur fram í afglreiðslu bæjarráðs Suðurnesjabæjar á endurskoðun leiðakerfis landsbyggðarvagna Strætó. Málið var tekið fyrir á fundi ráðsins þann 9. apríl sl.

Bæjarráð Suðurnesjabæjar bendir á að mikil fjölgun hefur verið og verður á íbúum í Suðurnesjabæ ásamt því að notkun á leið 89 hefur verið vaxandi.

Bílakjarninn
Bílakjarninn

Á sama tíma og þessum ferðum er fækkað er einnig verið að fækka stoppistöðvum.

Breytingarnar eru einnig í andstöðu við markmið aðgerðaráætlunar stjórnvalda í loftslagsmálum þar sem markmiðið er að auka notkun á almenningssamgöngum utan höfuðborgarsvæðisins, segir í afgreiðslu bæjarráðs.