Guðjón tók forystuna í tippleiknum
Vorboðinn ljúfi, úrslitakeppnin, er hafin og ekki bara í körfuknattleiknum, heldur er úrslitakeppni í tippleik Víkurfrétta. Fjórir efstu munu býtast í fjórum umferðum og fór fyrsta umferðin fram á laugardag um páskana. Guðjón Guðmundsson hefur tekið forystuna, hann fékk 8 leiki rétta.
Björn Vilhelmsson - 7
Brynjar Hólm Sigurðsson - 6
Guðjón Guðmundsson - 8
Joey Drummer - 7
Leikið verður næstu þrjár helgar en sú breyting varð á leikjaplaninu í Englandi að úrslitaleikur FA cup verður laugardaginn 17. maí en lokaumferðin í ensku úrvalsdeildinni leikin sunnudaginn 25. maí. Það kemur hins vegar ekki að sök í tippleik Víkurfrétta sem verður útkljáður laugardaginn 10. maí.