Marína Ósk gefur út nýja plötu: Oh, Little Heart
Marína Ósk gaf út sína þriðju breiðskífu í dag, föstudaginn 25. apríl. Platan ber titilinn Oh, Little Heart og kemur út hjá útgáfufyrirtækinu Moon Sky Records.
Marína stígur skref í nýja átt tónlistarlega með plötunni en hún hefur mest verið kennd við djass hingað til og hlaut á dögunum Íslensku tónlistarverðlaunin fyrir söng ársins í Jazzflokki 2024.
Oh, Little Heart einkennist af ljúfu söngvaskáldapoppi og sterkum blæbrigðum kántrís og blús.
Platan inniheldur 10 lög; átta þeirra samin af Marínu sjálfri, eitt af henni og Ragnari Ólafssyni, og eina ábreiðu.
Marína starfar að fullu sem tónlistarkona og kemur fram víða um þessar mundir, m.a. á Húsi Máls og menningar ásamt The Bookstore Band, á viðburðum fyrir ferðamenn víða um landið og með eigin tónleikahaldi.
Hlekkur á lagið á streymisveitum: https://ffm.