Leikfélag Glanni
Leikfélag Glanni

Fréttir

Rýmingarflauturnar í Grindavík í gangi
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson skrifar
þriðjudaginn 1. apríl 2025 kl. 07:07

Rýmingarflauturnar í Grindavík í gangi

Lögreglan að fyrirskipa rýmingu úr Grindavík

Það var öðruvísi hljóð sem vakti blaðamann Víkurfrétta í Grindavík rétt í þessu og aðeins fyrr en áætlað hafði verið (7:30) en rýmingarflauturnar í Grindavík eru í þessum skrifuðu orðum að láta vel í sér heyra. Það þýðir væntanlega að kvikuhlaup sé farið af stað en ekki er að sjá að neitt eldgos sé enn farið af stað.

Víkurfréttir munu að sjálfsögðu fylgjast með gangi mála og sýna beint frá eldgosi ef það er að hefjast, á Youtube-rás sinni.

VF Krossmói
VF Krossmói

Rétt í þessu bankaði lögreglan upp á, verið er að fyrirskipa rýmingu svo ljóst er að eitthvað er loksins að gera eftir mánuða landris við Svartsengi.

Uppfært kl. 7:26

Mjög tíðir jarðskjálftar eru í gangi í Grindavík í þessum skrifuðu orðum og nokkuð ljóst að eitthvað er að gerjast í iðrum jarðar.