Sverrir inn fyrir Sigurð í Suðurkjördæmi
Í nýrri skoðanakönnun Þjóðarpúls Gallup í samvinnu við RÚV missir Flokkur fólksins í Suðurkjördæmi annan manninn sinn sem fer yfir á Samfylkingu en hún er með þrjá þingmenn inni miðað við þessar niðurstöður.
Ef þetta hefðu verið niðurstöður síðustu alþingiskosninga hefði Sigurður Helgi Pálmason, annar á lista Flokks Fólksins ekki komist á Alþingi en Samfylkingarkappinn Sverrir Bergmann náð inn en þeir búa báðir í Reykjanesbæ.
Stuðningur við ríkisstjórnina er verulegur eða 66%. Stærstu flokkarnir á landsvísu eru Samfylkingin með 27%, Sjálfstæðisflokkur með 22% og Viðreisn með 15%.