Leikfélag Glanni
Leikfélag Glanni

Fréttir

Farþegaþota flutt með pramma til Sandvíkur
Myndin var tekin í morgun þegar pramminn með þotuna lónaði undan Sandvíkinni. Merkingar hafa verið teknar af vélinni en gul mótorhús og bláa stélið segja til um uppruna vélarinnar.
Þriðjudagur 1. apríl 2025 kl. 07:33

Farþegaþota flutt með pramma til Sandvíkur

– nýtt ferðamannaaðdráttarafl í mótun

Í nótt var skrokkur Boeing 757 farþegaþotu, sem áður var í eigu Icelandair, fluttur með pramma að ströndinni við Sandvík á Reykjanesi. Þar á vélinni að verða komið fyrir í svörtum sandinum, rétt ofan flæðamáls, sem hluti af nýju verkefni sem miðar að því að laða ferðamenn að svæðinu með óvenjulegu landslagslistaverki.

Skrokkurinn var dreginn að landi af dráttarbáti undir morgun en menn eru að nýta sér að nú er stórstreymt og því hægt að komast mjög nærri landi með þennan sérstaka farm.

VF Krossmói
VF Krossmói

Samkvæmt heimildum vf.is stendur til að hífa vélina í fjöruna í dag með aðstoð stórkrana. Svæðið er lokað almenningi á meðan vinna stendur yfir, en aðgerðina má vel sjá frá bílastæðinu við Brúna milli heimsálfa.

„Við erum að feta í fótspor flugvélaflaksins á Sólheimasandi, sem hefur laðað til sín gríðarlegan fjölda ferðamanna. Nú ætlum við að gera þetta meira, stærra og meira 'wow' hér á Reykjanesi,“ segir aðili sem starfar með verkefninu en vildi ekki láta nafn síns getið að svo stöddu.

Samkvæmt upplýsingum vf.is verður þotan máluð á ný, og útlit hennar gert þannig að hún falli betur að náttúrulegu umhverfi. Talað hefur verið um útlitið með bláu röndinni, eins og þegar fyrstu 757-þoturnar komu á tíunda áratug síðustu aldar.

Ekki liggur fyrir hvort gestum verði hleypt inn í skrokkinn, en mögulegt er að setja þar upp sýningu eða kaffihús síðar meir.

Þotan mun standa sem minnisvarði um íslenskt flug, gosbeltin og framtíðarsýn á svæði sem hefur verið í mikilli þróun frá eldsumbrotum.

Myndin var tekin í morgun þegar pramminn með þotuna lónaði undan Sandvíkinni. Merkingar hafa verið teknar af vélinni en gul mótorhús og bláa stélið segja til um uppruna vélarinnar.