TR - bjöllutónleikar
TR - bjöllutónleikar

Fréttir

Engin virkni í gosinu
Þessa mynd tók Ísak Finnbogason, ljósmyndari VF um hádegisbilið á upphafsdegi gossins.
Miðvikudagur 2. apríl 2025 kl. 09:39

Engin virkni í gosinu

Engin virkni er sjáanleg í gossprungu sem opnaðist í gær um klukkan 9:45 suðvestan af fjallinu Þorbirni, norðan við Grindavík. Enn logar þó glóð í nýju hrauni. Að mati vísindamanna flæðir kvika enn inn í kvikuganginn. Svæðið er óstöðugt og varasamt. 

Uppúr kl. 21 í gærkvöldi fór að draga úr jarðskjálftavirkni á Reykjanesskaga en gikkskjálftavirkni við Reykjanestá hefur fært sig suðvestar í átt að Eldey og má búast við áframhaldandi jarðskjálftavirkni á meðan svæðið er að jafna sig.

Síðastliðinn sólarhring hafa mælst um 2800 skjálftar á Reykjanesskaga og Reykjaneshrygg í tengslum við kvikuhlaupið. Fjöldi tilkynninga hafa borist Veðurstofunni um að skjálftarnir hafa fundist í byggð, allt frá Hrútafirði að Kirkjubæjarklaustri. Undir lok nætur var skjálftavirknin nokkuð dreifð á kvikuganginum frá Stóra-Skógfelli í suðri og að Vatnsleysuheiði nyrst og dýpi þeirra haldist á um 4-6 km.

Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum ákvað í gær að færa almannavarnastig af  hættustigi á neyðarstig.   Fréttatilkynning um breytingu á almannavarnastigi var birt á heimasíðu almannavarna í gær kl. 10:06, sjá á slóðinni  Neyðarstig Almannavarna vegna eldgoss á Reykjanesskaganum. | Almannavarnir  Gera má ráð fyrir því að breyting verði á almannavarnastigi í dag.

VF Krossmói
VF Krossmói

Lokunarpóstar eru á Grindavíkurvegi, Suðurstrandarvegi og Nesvegi. Aðgangur er því takmarkaður inn á hættusvæðið.