Öflugir skjálftar á Reykjanestá
Tveir öflugir jarðskjálftar urðu rétt í þessu á Reykjanestá. Samkvæmt fyrstu tölum var annarð þeirra 4,7 og hinn 4,9. Það eru óyfirfarnar stærðir.
Skjálftarnir fundust vel á Suðurnesjum og t.a.m. nötraði allt og skalf á skrifstofum Víkurfrétta sem eru á fjórðu hæð í skrifstofubyggingu í Krossmóa í Reykjanesbæ.