Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

„Við erum ekki höfuðborgarsvæðið“
Mánudagur 14. desember 2020 kl. 20:25

„Við erum ekki höfuðborgarsvæðið“

– Ekki gott fyrir lítið sveitarfélag að miða sig við þéttleika byggðar á höfuðborgarsvæðinu, segir Oktavía Ragnarsdóttir í bókun.

„Ég er þeirrar skoðunnar að mér finnst þéttleiki byggðarinnar á svæði 3-1 vera of mikill og að það samræmist ekki byggðinni sem fyrir er í Vogunum. Ekki er gott fyrir lítið sveitarfélag að miða sig við þéttleika byggðar á höfuðborgarsvæðinu, við erum ekki höfuðborgarsvæðið. Setja þarf stefnu sem styður við æskilega byggðarþróun og sem styður við núverandi samfélag með sjálfbæra þróun að leiðarljósi, eins og segir í athugasemd Skipulagsstofnunar,“ segir í bókun Oktavíu Ragnarsdóttur sem sat hjá við afgreiðslu skipulagsnefndar Sveitarfélagsins Voga í breytingu á aðalskipulagi fyrir Grænuborg.

Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga hefur samþykkt með fjórum atkvæðum að leggja til við bæjarstjórn að tillögurnar að breyttu aðalskipulagi við Grænuborg verði auglýstar, óbreyttar frá kynningu sem fram hefur farið.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Breytingarnar varða m.a. þéttleika og fjölda íbúða á skipulagssvæðinu. Sú breyting er gerð að mögulegum íbúðum á svæðinu fjölgar um 400 og verður hverfið fullbyggt eftir breytingu með um 850–900 íbúðum, eða um 35–37 íbúðir á hvern hektara. Breytingin er tilkomin vegna samkomulags landeigenda meginhluta svæðisins og sveitarfélagsins um uppbyggingu svæðisins með íbúðafjölda í samræmi við tillögu að breytingu á aðalskipulagi. Fyrir utan breytingar þessar gildir greinargerð aðalskipulags Sveitarfélagsins Voga 2008–2028, sem samþykkt var 23. febrúar 2010 með síðari breytingum.

Samhliða gerð breytingar á aðalskipulagi er gerð breyting á deiliskipulagi íbúðarsvæðisins Grænuborgar sem fellst m.a. í því að auka þéttleika byggðar á svæðinu og fjölga mögulegum íbúðum.