Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Hvert er jólahús og jólafyrirtæki Reykjanesbæjar?
Laugardagur 14. desember 2024 kl. 06:46

Hvert er jólahús og jólafyrirtæki Reykjanesbæjar?

Íbúar í Reykjanesbæ eru margir hverjir sannkölluð jólabörn og leggja ofurmetnað í jólaskreytingar. Einnig eru mörg fyrirtæki og verslanir sem leggja sig fram við að glæða bæinn ljósum og lífi í mesta skammdeginu með fall-egum utanhússkreytingum eða töfrandi jólagluggum. Þess vegna er líka einstaklega gaman að taka rúnt um bæinn á aðventunni og skoða öll þessi fallegu hús.

„Þar sem bærinn okkar stækkar stöðugt geta glæsilegar jólaskreytingarnar leynst víða og því finnst okkur tilvalið að smella í laufléttan jólaleik þar sem íbúar geta komið með tillögur að jólahúsi og jólafyrirtæki eða verslun Reykjanesbæjar,“ segir á vef Reykjanesbæjar.

Ferlið er sáraeinfalt. Ef þú sérð hús eða fyrirtæki/verslun sem þér finnst ástæða til að vekja athygli á fyrir flottar skreytingar, þá smellirðu mynd af húsinu og/eða fyrirtækinu og leggur götuheiti og númer á minnið. Ábendingu er svo komið á framfæri á vef Reykjanesbæjar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Húsasmiðjan í Reykjanesbæ ætlar að styðja við bakið á þessu uppátæki með gjafabréfi til þess húss og fyrirtækis sem verður hlutskarpast í leiknum.

Hægt er að senda inn tilnefningar til og með 12. desember næstkomandi. Menningar- og þjónustu-ráð Reykjanesbæjar fer yfir tilnefningarnar og velur jólahús og jólafyrirtæki Reykjanesbæjar úr innsendum tillögum. Afhending viðurkenninga fer síðan fram í Aðventugarðinum á Þorláksmessu þar sem sigurvegarar fá einnig afhenta vinninga í boði Húsasmiðjunnar og Reykjanesbæjar.