Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Aðventusvellið opið út desember
Fimmtudagur 12. desember 2024 kl. 06:21

Aðventusvellið opið út desember

Aðventusvellið opnaði laugardaginn 2. nóvember og verður opið allar helgar út desember. Öll eru velkomin að koma og njóta dásamlegra stunda saman í góðra vina hópi eða í kósý fjölskylduferð.

Opnunartímar í desember eru föstudaga frá kl. 16:00 til 21:00, laugardaga frá kl. 12:00 til 21:00 og sunnudaga frá kl. 12:00 til 19:00.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Skautasvellið er 200 fermetrar að stærð og er umhverfisvænt þar sem það þarfnast hvorki raforku né vatns. Það samanstendur af sérhönnuðum plötum sem hafa sömu eiginleika og venjulegur ís og þá er einnig minni slysahætta þar sem plöturnar gefa aðeins eftir ólíkt hefðbundnum ís.

Markmið skautasvellisins er að auðga bæjarlífið og auka samverustundir, útiveru og hreyfingu barna og fjölskyldna í sveitarfélaginu, sem er í takt við markmiðin sem stefna Reykjanesbæjar setur fram um að auka vellíðan íbúa og setja börnin í fyrsta sæti.