Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Breytingar hjá karlaliði Grindvíkinga í körfunni
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson skrifar
þriðjudaginn 10. desember 2024 kl. 13:25

Breytingar hjá karlaliði Grindvíkinga í körfunni

Grindvíkingar hafa gert breytingar á leikmannahópi karlaliðs síns, Jason Gigliotti hefur verið leystur frá störfum og í hans stað kemur Frakkinn Jordan Aboudou.

Tilkynning á Facebook-síðu félagsins:

Breytingar á hóp
Grindavík hefur borist góður liðsstyrkur fyrir seinni hlutann af Bónus-deildinni en félagið hefur samið við hinn franska Jordan Aboudou. Þá hverfur miðherjinn Ja­son Gigliotti frá störfum á sama tíma og þökkum við honum kærlega fyrir hans framlag til liðsins í vetur og óskum honum alls hins besta í næstu verkefnum.
Jordan er 201 cm á hæð og getur spilað bæði sem fjarki og fimma og leyst flestar stöður varnarmegin á vellinum. Hann er mikill háloftafugl og hatar ekkert að troða boltanum með látum eins og sést í meðfylgjandi myndbandi.
Hann hefur leikið megnið af ferlinum í Frakklandi, bæði í efstu og næst efstu deild og lyfti franska meistaratitlinum með Chalon 2012. Þá á hann tugi leikja í Euroleague svo að það er ljóst að það kemur mikil reynsla inn í hópinn með Jordan, sem er fæddur árið 1991.
Við bjóðum Jordan hjartanlega velkominn til Grindavíkur og hlökkum til að sjá hann þreyta frumraun sína á vellinum gegn Valsmönnum á föstudaginn, þar sem við eigum sannarlega harma að hefna!
Áfram Grindavík💛💙
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024