Íþróttir

 Ný staða hjá Keflavík - óánægja með gengið og þjálfarann
Ekkert gengur né rekur hjá Pétri og félögum í Keflavík.
Laugardagur 1. febrúar 2025 kl. 12:31

Ný staða hjá Keflavík - óánægja með gengið og þjálfarann

Lítið gengur hjá bikarmeisturum Keflavíkur í Bónus-deild karla í körfubolta en liðið tapaði fyrir KR í Vesturbæ Reykjavíkur í gærkvöldi 97-93. Í fyrsta skipti í mjög langan tíma eru Keflvíkingar í fyrir neðan miðja deild og þurfa að girða sig í brók til að komast í 8 liða úrslit.

Keflvíkingar byrjuðu ágætlega og leiddu megnið af fyrsta leikhluta en heimanenn komust þó yfir í lok hans. Síðan leiddu KR-ingar nær allan leikinn og forystan varð mest 17 stig en Keflavík tókst að jafna í síðasta leikhlutanum en náði ekki að fylgja því eftir. KR-ingar voru sterkari á lokasprettinum og innbyrtu fjögurra stiga sigur.

„Þeir pökkuðu okkur saman í fráköstum og tóku fleiri skot en við. Við erum komnir í neðri hluta deildarinnar en ætlum okkur ekki að vera þar,“ sagði Pétur þjálfari Keflvíkinga og gagnrýndi harðlega að tveir dómarar leiksins væru Njarðvíkingar.

Keflavík er í 7.-10. sæti með 14 stig. Grindavík er með 16 stig og Njarðvík er í 3. sæti með 20 stig.

Margir stuðningsmenn Keflavíkur eru óánægðir með gang mála og vilja reka þjálfarann. Hörð umræða hefur verið á samfélagsmiðlum með gengi liðsins sem hefur verið verulega undir væntinum í vetur en nokkrir lykilmenn hafa ekki verið að sýna sitt rétta andlit í vetur og þá hefur vörn verið slök.

KR-Keflavík 97-93 (27-23, 32-25, 19-18, 19-27)
http://kki.is/widgets_game.asp?season_id=128582&game_id=5933198
KR: Linards Jaunzems 29/9 fráköst/5 stoðsendingar, Vlatko Granic 24/13 fráköst, Þórir Guðmundur Þorbjarnarson 14/14 fráköst/9 stoðsendingar, Nimrod Hilliard IV 11/5 stoðsendingar, Jason Tyler Gigliotti 11/7 fráköst, Þorvaldur Orri Árnason 4/5 stoðsendingar, Veigar Áki Hlynsson 4, Hallgrímur Árni Þrastarson 0, Lars Erik Bragason 0, Friðrik Anton Jónsson 0, Orri Hilmarsson 0.

Keflavík: Igor Maric 17/7 fráköst, Remu Emil Raitanen 15/5 fráköst, Sigurður Pétursson 12/4 fráköst, Halldór Garðar Hermannsson 11, Ty-Shon Alexander 10/5 fráköst, Hilmar Pétursson 9, Jaka Brodnik 8/5 fráköst/11 stoðsendingar, Nigel Pruitt 6, Jarell Reischel 5/5 fráköst, Ismael Herrero Gonzalez 0, Frosti Sigurðsson 0, Nikola Orelj 0.