Íþróttir

Njarðvík vann Reykjanesbæjarslaginn í Bónusdeild kvenna
Brittany Jinkins var frábær í gær í liði Njarðvíkur.
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson skrifar
fimmtudaginn 6. mars 2025 kl. 09:37

Njarðvík vann Reykjanesbæjarslaginn í Bónusdeild kvenna

Njarðvík og Keflavík mættust í gærkvöldi í A-deild Bónusdeildar kvenna og hafði Njarðvík sigur, 105-96 eftir að Keflavík hafði leitt í hálfleik með tveimur stigum.

Jasmine Dickey hafði verið frábær í fyrri hálfleik en meiddist og lék því ekki með í seinni hálfleik, og munaði um minna fyrir Keflavík. Frábær fjórði leikhluti skóp sigur Njarðvíkinga, þær unnu hann með tíu stigum, 28-18 en Keflavík var leiddi með einu stigi eftir þrjá leikhluta. 

Brittany Jinkins, Emilie Hesseldal og Paulina Hersler voru frábærar og skiluðu allar u.þ.b. 40 stigum í framlagi. Brittany var stigahæst með 30 stig og gaf auk þess 15 stoðsendingar, Emilie reif niður flest fráköst eða 17 og skoraði auk þess 23 stig, og Paulina var stigahæst með 33 stig.

Hjá Keflavík dreifðist framlagið meira, sex leikmenn skiluðu 10+ og var Thelma Dís Ágústsdóttir hæst með 24 (17 stig, 6 stoðsendingar og 4 fráköst) en Sara Rún Hinriksdóttir var stigahæst með 19 stig.

Njarðvík er öðru sæti A-deildar og á eftir að leika tvo leiki áður en úrslitakeppnin hefst.

Keflavík er í fjórða sæti og á ekki möguleika á að koma sér upp fyrir Þór Akureyri en liðin mætast í lokaleik Keflavíkur.