Kvenfélag Keflavíkur
Kvenfélag Keflavíkur

Íþróttir

Skildu Grindavík og Njarðvík mætast í úrslitum?
Úr viðureign Njarðvíkur og Grindavíkur í Bónusdeild kvenna fyrr á tímabilinu. VF/JPK
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
mánudaginn 3. mars 2025 kl. 14:40

Skildu Grindavík og Njarðvík mætast í úrslitum?

Dregið var um hvaða lið mætast í fjögurra liða úrslitum VÍS-bikars karla og kvenna í hádeginu í dag. Í undanúrslitum kvenna eru tvö Suðurnesjalið, Grindavík og Njarðvík, en aðeins Keflavík er fulltrúi Suðurnesja karlamegin.

Undanúrslit VÍS-bikars kvenna fara fram þann 18. mars og þá mæta Njarðvíkingar Hamar/Þór í fyrri viðureigninni (17:15) en Grindvíkingar fá Þór Akureyri í seinni viðureigninni (20:00).

Keflvíkingar slógu Tindastól út í átta liða úrslitum.

Undanúrslit VÍS-bikars karla verða leikin degi síðar, 19. mars. Klukkan 17:15 mætast KR og Stjarnan en Keflvíkingar dróust gegn Val og hefst sá leikur klukkan 20:00.


Sjálfir úrslitaleikirnir verða leiknir laugardaginn 22. mars en á VÍS-bikarhátíðinni verða bikarúrslit yngri flokka einnig leikin, þeir leikir fara fram fimmtudaginn 20. mars, föstudaginn 21. mars og sunnudaginn 23. mars. Allir bikarleikir fara fram í Smáranum.