Bestu briddsarar kepptu á Reykjanesmóti
Reykjanesmótið í sveitakeppni í bridds var spilað laugardaginn 22. febrúar í húsnæði Hrafnistu að Nesvöllum 4 í Reykjanesbæ. Sautján sveitir mættu til leiks og spiluðu sjö umferðir með átta spila leikjum eftir svokölluðu Monrad kerfi.
Reykjanesmeistarar varð sveitin SLAM en hana skipuðu pörin Svala Kristín Pálsdóttir - Aðalsteinn Jörgensen og Ljósbrá Baldursdóttir - Matthías Gísli Þorvaldsson.
Briddsinn hefur verið að lifna við aftur hér á Suðurnesjum og tók góður hópur spilara úr félagsstarfi aldraðra í Reykjanesbæ þátt í mótinu.
