Njarðvík með öruggan sigur gegn Haukum
Njarðvík tók á móti Haukum í Bónusdeild karla í kvöld og átti ekki í miklum vandræðum með fallkandidatana, sem féllu endanlega við tapið. Lokatölur 103-81. Njarðvík er eftir sigurinn í 3. sæti og fóru langt með að tryggja heimaleikjarétt í fyrstu umferð úrslitakeppninnar.
Dwayne Lautier-Ogunleye var frábær í kvöld, skoraði 33 stig sem skilaði sér í 32 framlagspunktum. Njarðvíkurliðið spilaði best þegar Dominykas Mika naut við, þeir unnu þær mínútur með 22 stigum. Athyglisverður tölfræðiþáttur sem margir átta sig ekki alltaf á, Milka var ekki með nema 10 stig en tók 9 fráköst, sem skilaði honum hæstum í þessum vanmetna tölfræðiþætti.