Kvenfélag Keflavíkur
Kvenfélag Keflavíkur

Íþróttir

Auðun Helgason ráðinn þjálfari meistaraflokks Þróttar
Þróttarar vænta mikils af Auðuni sem tekur nú við knattspyrnuliði Þróttar. Ljósmynd/Þróttur
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
föstudaginn 28. febrúar 2025 kl. 19:01

Auðun Helgason ráðinn þjálfari meistaraflokks Þróttar

Auðun Helgason mun stýra meistaraflokki Þróttar Vogum sem leikur í annarri deild karla í knattspyrnu.

Auðun lék 35 leiki fyrir íslenska landsliðið á sínum leikmannaferli. Auðun var atvinnumaður í knattspyrnu til fjölda ára þar sem hann spilaði fyrir Xamax í Sviss, Viking í Noregi, Lokeren í Belgíu og Landskrona í Svíþjóð. Auðun spilaði hér á landi fyrir FH, Leifur, Fram, Grindavík, Selfoss og Sindra.

Auðun Helgason er ekki ókunnur þjálfun en hann var þjálfari Fram 2013 en áður hafði hann verið aðstoðarþjálfari hjá Selfyssingum 2011 og 2012. Auðun þjálfaði síðast lið Sindra í 2. deild 2016.

Þróttarar greina frá þessu á Facebook-síðu sinni í kvöld.